Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Góð frammistaða á hnefaleikamóti
Margrét og Björn ásamt Roy Jones
Miðvikudagur 20. júní 2018 kl. 09:28

Góð frammistaða á hnefaleikamóti

Nú á dögum fóru þau Margrét Guðrún Svavarsdóttir og Björn Björnsson til USA að keppa í Roy Jones Jr. Tournament. Þetta er í fyrsta skipti sem að Íslendingar keppa á þessu árlega stórmóti, sem er haldið í Las Vegas til heiðurs hnefaleikagoðsögninni Roy Jones Jr. Björn sigraði Rússneskan keppanda í bardaga sínum með flottum töktum í 75kg flokki. Björn, sem er ríkjandi Íslandsmeistari, laut í lægri hlut gegn ríkjandi bandaríkjameistara, Austin Williams, eftir erfiða viðureign. Íslendingurinn fékk þó mikið lof fyrir frammistöðu sína frá Williams og Roy Jones sjálfum sem fylgdist með bardaganum.

Margrét keppti gegn Golden Gloves sigurvegara í úrslitum á mótinu í 75kg flokki kvenna. Margrét náði að slá niður andstæðing sinn í fyrstu lotu en hún kom sterkt að henni allan bardagann. Þrátt fyrir mikla baráttu þá tapaði Margrét bardaganum að lokum

Íslensku keppendurnir okkar æfðu og kepptu fyrir hönd HFR með hinu heimsfræga Johnny Tocco's Ringside Gym í Las Vegas.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024