Góð ferð Grindavíkur til Egilsstaða
Grindavík mætti Hetti í Domino´s- deild karla í körfu í kvöld og fóru þeir heim með sigur af hólmi og voru lokatölur leiksins 70-100.
Grindavík hefur þá sigrað þrjá leiki í deildinni og tapað tveimur en næsti leikur Grindavíkur er gegn Njarðvík í 16 liða úrslitum Maltbikarsins nk. mánudag, spennandi nágrannaslagur framundan.
Stigahæstu leikmenn Grindavíkur voru Rashad Whack með 27 stig, Gunnar Þorsteinsson með 17 stig, Dagur Kár Jónsson með 17 stig, 4 fráköst og 7 stoðsendingar og Þorsteinn Finnbogason með 13 stig og 10 fráköst.