Góð byrjun hjá Njarðvíkingum í Inkasso
Njarðvíkingar unnu sinn annan sigur í Inkasso-deildinni í knattspyrnu þegar þeir lögðu Leikni á útivelli 1-2. Þeir eru í 4. sæti í deildinni og hafa unnið tvo sigra en tapað einum leik. Fín byrjun hjá Njarðvíkingum.
Toni Tipuric náði forystu fyrir Njarðvík á 32. mín. og Stefán Birgir Jóhannesson bætti við öðru mark á 41. mín. Leiknismenn misnotuðu víti en skoruðu eftir frákastið en Brynjar Atli Bragason, markvörður UMFN varði spyrnuna. Fotbolti.net valdi Brynjar mann leiksins en hann er kominn í markið hjá þeim grænu og stóð sig eins og hetja í leiknum.
„Framhaldið eru nágrannaslagir. Tveir leikið við Keflavík á næstu dögum og það er bara spennandi,“ sagði Rafn Markús þjálfari UMFN eftir leikinn við fotbolti.net.