Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Góð byrjun hjá Njarðvíkingum
Föstudagur 11. maí 2018 kl. 21:54

Góð byrjun hjá Njarðvíkingum

Njarðvíkingar unnu flottan sigur á Leikni, Reykjavík, á útivelli í kvöld. Lokatölur urðu 2-3 fyrir Njarðvíkinga sem eru með þessum sigri komnir með 4 stig í Inkasso-deildinni í knattspyrnu.

Arnar Helgi Andrésson jafnaði leikinn 1-1 rétt fyrir leikhlé en í síðari hálfleik skoruðu Njarðvíkingar og komust í forystu með marki Ara Más Andréssonar sem skoraði af stuttu færi.

Leiknismenn misstu leikmann af velli með rautt spjald á 73. mín. og nýttu gestirnir fljótlega þann mun og skoruðu 1-3 með marki Helga Þórs Jónssonar. Heimamenn bætti við marki í uppbótartími þegar Sævar Atli Magnússon skoraði. Lokatölur 2-3 fyrir Suðurnesjamenn.

Fotbolti.net ræddi við Rafn Vilbergsson, þjálfara Njarðvíkur eftir leikinn sem var að vonum í skýjunum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024