Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Glopruðu niður tveggja marka forystu
Sunnudagur 12. júní 2016 kl. 10:43

Glopruðu niður tveggja marka forystu

Njarðvíkingar voru klaufar að landa ekki sigri þegar þeir fengu Magna í heimsókn á Njarðtaksvöll í 2. deild karla í fótbolta í gær. Njarðvíkingar náðu 2-0 forystu með mörkum frá Theódóri Guðna Halldórssyni og Harrison Hanley. Þannig var staðan þegar Hafsteinn Gísli Valdimarsson leikmaður Njarðvíkinga fékk að líta rauða spjaldið á 53. mínútu. Tíu mínútum síðar þá höfðu gestirnir minnkað muninn. Jöfnunarmarkið kom svo þegar fimm mínútur voru til leiksloka, lokastaðan því 2-2.

Njarðvíkingar eru nú í fjórða sæti deildarinnar eftir sex umferðir fimm stigum frá toppnum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024