Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Glöddu öflugasta stuðningsmanninn á fermingardaginn
Raquel Laneiro, Benedikt Guðmundsson, Mario Matasovic, Aliyah Collier og Nico Richotti með stuðningsmanninum Jóhanni Guðna. Mynd/Græna Njarðvíkurhjörðin
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
miðvikudaginn 15. mars 2023 kl. 08:49

Glöddu öflugasta stuðningsmanninn á fermingardaginn

– Jóhann Guðni fékk óvænta gesti í fermingarveisluna

Einn af öflugustu stuðningsmönnum Njarðvíkinga, Jóhann Guðni Víðisson, fermdist um helgina en þessi ungi maður er nánast með 100% mætingu á alla leiki meistaraflokka UMFN síðustu árin.

Jóhann leggur allt í sölurnar fyrir fánann og UMFN og því ákváðu Benedikt Guðmundsson, þjálfari meistaraflokks karla, Raquel Laneiro, Mario Matasovic, Aliyah Collier og Nico Richotti, lykilleikmenn Njarðvíkur í Subway-deildum karla og kvenna í körfu, að koma Jóhanni Guðna á óvart og líta við í fermingarveisluna hjá honum til að óska honum til hamingju með daginn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í lok fermingardagsins mætti Jóhann Guðni eins og vanalega í Ljónagryfjuna til að hvetja sitt lið sem tók á móti Keflavík í Subway-deild kvenna. Það má segja að hann hafi fengið draumafermingargjöfina þegar Raquel Laneiro setti niður flautuþrist fyrir eins stigs sigri.

Jóhann Guðni á sínum stað á leik í Ljónagryfjunni. VF/JPK