Glímusilfur til UMFN
Júdódeild UMFN hefur brotið blað í sögu Ungmennafélags Njarðvíkur með því að senda tvo þátttakendur á Meistaramót Íslands í Glímu. Njarðvíkingar hafa aldrei áður verið með keppanda í glímu.
Þeir Bjarni Darri Sigfússon og Birkir Freyr Guðbjartsson fóru fyrir hönd UMFN til Hvolsvallar til að etja kappi við sterkustu glímumenn landsins í öllum aldursflokkum.
Birkir tapaði sínum viðureinum enda átti hann ekki við neina aukvisa. Hann stóð þó vel í þeim sem hann keppti við.
Bjarni Darri keppti í flokki 12 ára (ekki neinir þyngdarflokkar). keppendur í þeim flokki voru sex talsins. Bjarni lagði 3 keppinauta sína og tapaði fyrir einum. Sá vann flokkinn og Bjarni náði þeim góða árangir að landa silfri.
Á þessu ári hefur júdódeild UMFN unnið til verðlauna í öllum helstu fangbrögðum sem iðkuð eru á Íslandi.