Glímukappar úr Njarðvík gerðu það gott um helgina
Tvö stór mót í íslenskri glímu fóru fram um helgina en um er að ræða 1. umferð meistaramótaraðarinnar og Íslandsmeistaramót barna 15 ára og yngri.
Kári Ragúels Víðisson og Heiðrún Fjóla Pálsdóttir tóku þátt í 1. umferð meistaramótaraðarinnar og hafnaði Kári í öðru sæti í -80 kg flokki karla og Heiðrún varð þriðja í kvennaflokki og fimmta í opnum flokki kvenna.
Í flokki 14 ára áttu Njarðvíkingar fulltrúa í 4 efstu sætunum. Jóel Helgi Reynisson varð fjórði, Daníel Dagur Árnason varð þriðji og Gunnar Örn Guðmundsson varð annar.
Í flokki 13 ára varð Gabríel Ægir Vignisson annar eftir nokkrar góðar viðureignir.
Jóhannes Pálsson, bróðir Heiðrúnar Fjólu, gerði sér lítið fyrir og varð Íslandsmeistari í glímu annað árið í röð.