Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Glímudeild UMFN fái æfingaaðstöðu í íþróttasal Háaleitisskóla
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
föstudaginn 13. janúar 2023 kl. 06:27

Glímudeild UMFN fái æfingaaðstöðu í íþróttasal Háaleitisskóla

Erindi frá glímudeild UMFN var tekið fyrir á 165. fundi íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar þann 29. nóvember síðastliðinn þar sem kom fram beiðni um að breyta stundatöflum í bardagahöllinni í aðstöðu glímudeildar UMFN og Júdófélags Reykjanesbæjar. Erindinu var frestað á milli funda og óskað eftir frekari gögnum.

Íþrótta- og tómstundaráð Reykjanesbæjar leggur til m.v. fyrirliggjandi gögn að fyrirkomulag æfingatíma verði óbreytt í Bardagahöllinni að svo komnu máli, hvað sem síðar verður.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Telji glímudeild UMFN þörf á viðbótaræfingatímum þá leggur íþrótta- og tómstundaráð til að þau fái lánaðar dýnur í eigu Reykjanesbæjar sem eru í geymslu og fái æfinga­aðstöðu í íþróttasal Háaleitisskóla.