Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Glamúr og glimmer hjá Mána
Mánudagur 31. mars 2014 kl. 09:32

Glamúr og glimmer hjá Mána

Kvenna- og karlatölt Mána fór fram í Mánahöllinni laugardaginn 22. mars. Mótið heppnaðist í alla staði mjög vel, nóg af áhorfendum sem skemmtu sér konunglega og keppendur stóðu sig allir með prýði eins og vanalega.

Þema kvöldsins hjá konum var Glamúr og Glimmer en hjá körlum var Flottasti hjálmurinn. Gaman var að sjá að margir keppendur lögðu sig fram við að skreyta sig og hesta sína eftir þemanu.

Einnig var boðið uppá nýja keppnisgrein sem bar heitið Lullflokkurinn, en þar var dæmt hægt lull og fegurðarlull. Gefin var einkunn fyrir gæði lullsins og hversu vel hesturinn bar sig. Mjög skemmtileg keppnisgrein.

Eftir mótið var stuð í höllinni fram yfir miðnætti.

Úrslit mótsins eru eftirfarandi:

Tölur fyrir aftan nöfn keppenda eru einkunnir úr forkeppni og svo úr úrslitum.

Karlatölt Heldri menn – styrktaraðili: Bragi Guðmundsson
1. Haraldur Valbergsson og Orka frá Síðu 6/6,3
2. Jón Olsen og Flaumur frá Þingholti 5,5/5,8
3. Sævar Elísson og Sólrún frá Melabergi 5,3/5,3
4 Jens Elísson og Slakki frá Melabergi 4,5/5

Kvennatölt 3.flokkur – styrktaraðili: Securitas
1. Guðný Ósk Þórsdóttir og Losti frá Högnastöðum           
2. Guðrún Halldóra Ólafsdóttir og Grein frá Arabæ
3. Sigríður Pálína Arnardóttir og Njála frá Skarði
4. Sædís Ólöf Þórsdóttir og Kopar frá Kolbeinsá
5. Guðbjörg Gunnlaugsdóttir og Dögg frá Síðu

Karlatölt Minna vanir – Styrktaraðili: KFC
1. Gunnlaugur Björgvinsson og Glói frá Varmalæk 6/6,5
2 Bergur Óli Þorvarðarson og Sýking frá Keflavík 6/5,8
3. Haraldur Valbergsson og Kvika frá Stórhól 5,8/5,5
4. Andri Kristmundsson og Strákur frá Hestasteini 5,8/5,3
5. Hans  Borgarsson og Stormur frá Hrepphólum 4,8/5

Kvennatölt 2.flokkur – Styrktaraðili: Gunnarsson ehf
1. Þórhalla Sigurðardóttir og Vífill frá Síðu 5,7/6,3
2. Íris Hrönn Rúnarsdóttir og Yggur frá Miðsitju 5,5/6
3. Bergljót Grímsdóttir og Stakkur frá Hömluholti 5,8/5,8
4 Sigríður Margrét Gísladóttir og Hríma frá Garði 5,3/5,5
5. Linda Helgadóttir og Geysir frá Læk 5,3/5,3

Karlatölt Meira vanir – Styrktaraðili: A.Óskarsson ehf
1. Ásmundur Ernir Snorrason og Spölur frá Njarðvík 6,2/7,2
2. Snorri Ólason og Hlýja frá Ásbrú 6,8/7
3. Gunnar Auðunsson og Birta frá Melabergi 5,7/6,5/6,5
4. Högni Sturluson og Vænting frá Ásgarði 6/6,3
5. Jón Olsen og Bruni frá Hafsteinsstöðum 6/6,2
6. Gunnar Eyjólfsson og Larfur frá Dýrfinnustöðum 6,5/6
7. Óli Garðar Axelsson og Myrra frá Skarði 5,3/5,5
8. Jón Steinar Konráðsson og Bubbi frá Þingholti 5/5,3
9. Guðmundur Gunnarsson og Ásta frá Herríðarhóli 4,8/5

Kvennatölt 1.flokkur – Styrktaraðili: Securitas
1. Sunna Sigríður Guðmundsdóttir og Loki frá Dallandi 5,8/6,5
2. Eygló Einarsdóttir og Hálfmáni frá Skrúð 6/6,3
3. Hrönn Ásmundsdóttir og Rá frá Melabergi 5,8/6,2
4. Birta Ólafsdóttir og Hemra frá Flagveltu 6/5,8
5. Stella Sólveig Pálmarsdóttir og Stjánína frá Kokkabæ 4,8/5,5

Lullflokkurinn
1. Hrönn Ásmundsdóttir og Strengur 6,3
2. Eygló Einarsdóttir og Brúnka 5,5
3. Sævar Elísson og Hvönn 5,3

Hjálmur mótsins: Guðmundur Gunnarsson
Glamúrdrottning mótsins:  Eygló Einarsdóttir.

Sérstök pungverðlaun hlaut Andri Kristmundsson.

Dómari kvöldsins var Hörður Hákonarson.


Við þökkum öllum keppendum, áhorfendum og styrktaraðilum fyrir skemmtilegt mót.

Fleiri myndir má sjá á facebooksíðu Mána og á síðu Ásgarðs á Suðurnesjum.

Kvennadeild og mótanefnd Mána

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024