Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Íþróttir

Glæstur árangur Keflavíkur á fyrsta TSH mótinu
Mánudagur 22. október 2007 kl. 11:41

Glæstur árangur Keflavíkur á fyrsta TSH mótinu

Keflvíkingar voru fyrirferðamiklir á fyrsta TSH taekwondo móti ársins (Trésmiðja Snorra Hjaltasonar) sem fram fór í íþróttahúsinu að Varmá í Mosfellsbæ um helgina. Keflvíkingar mættu með fjölmennasta liðið til leiks eða alls 43 keppendur. Alls voru keppendur í mótinu um 140 talsins.

 

Hart var barist í þremur keppnisgreinum, formum, þrautabraut og bardaga og var samanlagður árangur Keflvíkinga sá langtum besti. Keflvíkingar komust í verðlaunasæti í nánast öllum flokkum sem þeir sendu keppendur í. Samtals unnu Keflvíkingar til 25 verðlauna. Keflvíkingurinn Jón Steinar Brynjarsson var keppandi mótsins á móti 13 ára og eldri, en hann vann báða keppnisflokkana, bardaga og form.

 

Á móti 12 ára og yngri varð Keflvíkingurinn Aron Yngvi Nielsen jafn að stigum um keppanda mótsins og Mosfellingurinn Gísli Gylfason sem á endanum hreppti hnossið. Þess má geta að Aron er bikarmeistari síðasta tímabils og einn sterkasti keppandi deildarinnar þrátt fyrir ungan aldur. Samanlagður árangur þriggja TSH móta mun síðan úrskurða Bikarmeistara 2007-2008 og eru bæði Aron og Jón Steinar komnir með mörg stig í pottinn hvað það varðar.

 

Næsta TSH mót verður haldið í byrjun næsta árs og munu Keflvíkingar þá skarta enn stærra og sterkara liði en nokkru sinni fyrr.

 

Mynd: www.keflavik.isSigursælir Keflvíkingar um síðustu helgi.

Public deli
Public deli