Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Glæstur árangur Júdódeildar Njarðvíkur
Mánudagur 26. september 2011 kl. 09:26

Glæstur árangur Júdódeildar Njarðvíkur

Haustmót JSÍ U20 var haldið um helgina.  Mótið er eitt af fjórum stærstu júdómótum á Íslandi.  Keppt var í fjórum aldursflokkum 19-20ára, 17-18ára, 15-16ára og 11-13ára.  Krakkarnir í júdódeild Njarðvíkur náður þeim stórkostlega árangri að verða í 3. sæti í liðakeppninni og tóku 8 verðlaun.  

Ellefu krakkar þreyttu keppni og voru allar glímurnar mjög skemmtilegar og vel glímdar.  Í lok dags var uppskeran góð.  Tveir keppendur unnu til bronsverðlauna.  Það voru þeir Magni Arngrímsson og Kristján Snær Jónsson.  Fjórir keppendur unnu til silfurverðlauna það voru þeir  Hilmar Þór Magnússon, Bjarni Darri Sigfússon, Ævar Þór Ómarsson og Sæþór Berg Sturluson.  Til gullverðlauna unnu þeir Alexander Hauksson og Birkir Freyr Guðbjartsson.  Þeir unnu báðir sína andstæðinga á ippon kasti sem er fullnaðarsigur.



Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024