SSS uppbyggingarsjóður
SSS uppbyggingarsjóður

Íþróttir

Glæstur árangur á sterku kvennamóti
Hildur og Margrét úr Hnefaleikafélagi Reykjaness ásamt þátttakendum frá Þór á Akureyri. Myndir: HFR
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 9. júní 2022 kl. 13:11

Glæstur árangur á sterku kvennamóti

Fyrir skemmstu fóru þær Hildur Ósk Indriðadóttir og Margrét Guðrún Svavarsdóttir úr Hnefaleikafélagi Reykjaness (HFR) á stærsta hnefaleikamót kvenna sem er haldið árlega í Svíþjóð. Mótið nefnist á Golden Girl og tekur á móti öflugum stelpum frá öllum heimshornum. 

Hildur lenti á móti mjög reyndum hnefaleikara frá Svíþjóð, Feliciu Jacobsen, í 69 kg flokki. Felicia er bæði bæði hávaxin og örvhent, sem reynist andstæðingum oft erfitt. Hildi tókst vel á fara inn á vinstri hliðina á Svíanum en þegar allt kom til alls vantaði aðeins herslumuninn til að vinna bardagann. Felicia endaði á að vinna mótið.

Margrét með gullverðlaunin eftir úrslitabardagann.

Margrét keppir í +81 flokki og átti tvo stórgóða bardaga á mótinu. Eftir harða baráttu við öflugar stelpur þá snýr Margrét aftur með gullið í sínum flokki. Virkilega flottur árangur hjá stelpunni.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Með HFR foru með tvær stelpur frá hnefaleikafélaginu Þór. Þrátt fyrir öflugar baráttur duttu þær báðar út í fyrstu umferð, reynslunni ríkari.

Hildur og Margrét kampakátar á æfingu.

Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025