Glæsimark Arnórs kom Malmö áfram

Arnór Ingvi Traustason skoraði stórglæsilegt mark og tryggði Malmö  áfram i undankeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við CFR Cluj frá Rúmeníu í gær. Arnór Ingvi var í byrjunarliðinu hjá Malmö og lék í 73 mínútur.
Malmö vann fyrri leikinn í Rúmeníu í síðustu viku og því stefndi allt í framlengingu þar til Suðurnesjamaðurinn jafnaði leikinn.

Arnór fékk stutt frí eftir HM fyrr í sumar og var kominn til Malmö tveim vikum síðar. Honum hefur gengið vel með Malmö að undanförnu.