Íþróttir

Glæsilegur árangur hjá bardagakempunum
Föstudagur 13. apríl 2018 kl. 06:00

Glæsilegur árangur hjá bardagakempunum

- Heiðrún Fjóla Evrópumeistari í Backhold

Um helgina fór fram Evrópumeistaramót unglinga í Backhold (skoskum fangbrögðum) og Gouren (franskri glímu). Glímusamband Íslands sendi sjö keppendur á mótið og í þeim hópi voru þrír Njarðvíkingar, það voru þau Kári Ragúels Víðisson, Heiðrún Fjóla Pálsdóttir og Bjarni Darri Sigfússon.

Kári varð fjórði í Backhold og Bjarni lenti í öðru sæti í sömu grein. Heiðrún Fjóla varð önnur í Gouren eftir að hafa sigrað hvern andstæðinginn á fætur öðrum og skellt stúlkunni sem hún barðist við í úrslitaviðureigninni nokkuð oft, var hún rænd sigrinum að flestra mati.
Heiðrún bætti um betur í Backhold þar sem hún gjörsigraði alla keppinauta sína og stóð því uppi sem Evrópumeistari. Frækinn árangur hjá kempunum úr Njarðvíkunum.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024