Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Glæsilegur árangur Grindvíkinga á júdómóti á Akureyri
Fimmtudagur 27. nóvember 2008 kl. 13:31

Glæsilegur árangur Grindvíkinga á júdómóti á Akureyri

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Júdómót var haldið í KA heimilinu á Akureyri laugardaginn 22. nóvember. Strákarnir okkar úr Grindavík stóðu sig hreint glæsilega. Við sendum fjóra stráka sem kepptu í flokki unglinga 13-14 ára og allir unnu þeir til verðlauna. Þeir kepptu allir sitt í hvorum þyngdarflokkunum. Björn Lúkas Haraldsson vann gull í sínum flokki, Sólon Eyrbekk Rafnsson silfur, Guðjón Sveinsson silfur og Reynir Berg Jónsson brons. Þeir eru dugnaðarforkar og hafa verið að bæta sig í vetur og eiga eftir að gera enn betri hluti á næstunni. Það verður spennandi að fylgjast með þessum köppum á næstu mótum.


Katrín Ösp Magnúsdóttir, júdóþjálfari

(mynd úr safni - tengist ekki fréttinni)