Glæsilegu Samkaupsmóti lokið
Samkaupsmótinu í Reykjanesbæ var slitið fyrir skömmu, en þetta mót hefur gengið eins og í sögu. Alls komu um 830 krakkar víðs vegar af landinu saman til að keppa í körfu þar sem leikgleðin og liðsandinn var í fyrirrúmi.
Í lokaávarpi sínu þakkaði Falur Harðarson, framkvæmdastjóri mótsins, Skúla Skúlasyni hjá Samkaupum sérstaklega fyrir sitt framlag til mótsins í gegnum árin. Þá þökkuðu krakkarnir öllum þeim fjölmörgu sem lögðu hönd á plóginn til að gera mótið eins glæsilegt og raun bar vitni, og með því var mótinu slitið og krakkarnir geta farið að hlakka til mótsins næsta ár.
Vf-myndir/Þorgils
ATH! Ljósmyndasafn og Video frá mótinu væntanlegt á vf.is