Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Glæsilegt Íslandsmet hjá Jóhönnu
Þriðjudagur 22. maí 2012 kl. 09:24

Glæsilegt Íslandsmet hjá Jóhönnu



Lágmarkamót ÍRB var haldið í gær en mótið var liður í upphitun fyrir aldursflokkamótið sem haldið verður í Reykjanesbæ eftir mánuð. 50 sundmenn frá félaginu hafa nú náð lágmörkum fyrir það mót en það er fjölgun frá því á síðasta ári.

Jóhanna Júlía Júlíusdóttir setti glæsilegt Íslandsmet stúlkna í 200 metra í flugsundi en hún var aðeins 0,18 sekúndum frá fullorðinsmetinu. Jóhanna er aðeins 16 ára gömul og á því rúmlega ár eftir áður en hún fer í fullorðinsflokk.

VF-mynd: Jóhanna Júlía Júlíusdóttir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024