Glæsileg jólasýning
Fimleikadeild Keflavíkur hélt hina árlegu jólasýningu í íþróttahúsi Keflavíkur um helgina.Sýningin var hin glæsilegasta í alla staði en fram komu allar stúlkur sem æft hafa fimleika hjá deildinni í vetur. Starfið er mjög blómlegt hjá fimleikadeildinni sem kom vel í ljós á sýningunni. Fleiri myndir verða birtar í Víkurfréttum á fimmtudaginn.