Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Giltner sagt upp störfum
Laugardagur 10. nóvember 2012 kl. 18:09

Giltner sagt upp störfum

Keving Giltner, bandaríska skotbakverðinum í karlaliði Keflavíkur í Dominos-deildinni í körfubolta, hefur verið sagt upp störfum hjá félaginu og leikur hann því ekki fleiri leiki með liðinu. Giltner þótti ekki standa undir þeim væntingum sem til hans voru gerðar og þótti því farsælasta lausnin að láta leikmanninn fara, en frá þessu er greint á heimasíðu Keflvíkinga.

Keflvíkingar hafa þegar samið við bakvörðinn Stephen McDowell til þess að fylla skarð Giltner en hann er 180 cm á hæð og getur bæði leikið í stöðu leikstjórnanda og skotbakvarðar. Leikmaðurinn lék síðast í Kanada en þar áður hafði hann m.a. leikið með Njarðvíkingnum Loga Gunnarssyni í Solna Vikings í Svíþjóð.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024