Mánudagur 14. janúar 2008 kl. 11:43
Gijon lá heima um helgina
Logi Gunnarsson og félagar í Gijon (13-3) lágu á heimavelli um helgina í spænsku LEB silfur deildinni í körfuknattleik fyrir Axarquia 68-78. Gijonmenn byrjuðu betur og leiddu í hálfleik með 3 stigum en í þeim seinni hrökk allt í baklás. Logi lék í 18 mínútur og skoraði 7 stig í leiknum.