Sunnudagur 13. maí 2007 kl. 13:26
Gijon féll úr LEB deildinni
Logi Gunnarsson og liðsfélagar hans í Gijon eru fallnir úr spænsku LEB deildinni í körfuknattleik eftir 75-90 ósigur gegn Aguas de Valencia í oddaleik um áframhaldandi sæti í deildinni.
Logi lék í tæpar 30 mínútur í leiknum og gerði 7 stig en Gijon átti hræðilegu gengi að fagna í upphafi leiks og var staðan að loknum 1. leikhluta 29-8 Valencia í vil og komust Gijon ekki upp að hlið Valencia eftir það.
Tímabilinu er því lokið hjá Loga sem er væntanlegur til Íslands til æfinga með landsliðinu sem heldur á Smáþjóðaleikana í Mónakó dagana 4.-9. júní næstkomandi.