GG úr leik í úrslitakeppni 4. deildar
GG úr Grindavík lék á móti Árborg í úrslitakeppni 4. deildar karla í knattspyrnu, leikið var heima og að heiman. Fyrri leikur liðanna fór fram á Grindavíkurvelli í síðustu viku og þar höfðu heimamenn betur, 2:1. Seinni leikurinn var leikinn í gær og þá reyndust Árborg sterkari og vann leikinn 3:1, Árborg fer því áfram á fleiri mörkum skoruðum.
GG komst áfram úr riðlakeppninni eftir að hafa hafnað í öðru sæti D-riðils en hvorki RB né Hafnir komust upp úr riðlunum, RB endaði í fimmta sæti B-riðils og Hafnir í fjórða sæti C-riðils.
GG - Árborg 2:1
Mörk GG: Birkir Snær Sigurðsson (6') og Sebastian Freyr Karlsson (83').
Árborg - GG 3:1
Mark GG: Adam Frank Grétarsson (56').
Jóhann Páll Kristbjörnsson, ljósmyndari Víkurfrétta, var staddur á fyrri leik GG og Árborgar og tók meðfylgjandi myndir sem má sjá neðst á síðunni.