Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Íþróttir

Geysis bikarinn: Risar mætast í fyrstu umferð
Mánudagur 15. október 2018 kl. 14:52

Geysis bikarinn: Risar mætast í fyrstu umferð

Suðurnesjaslagur af bestu gerð - Sandgerðingar fá bikarmeistara í heimsókn

Í hádeginu var dregið í fyrstu umferð bikarkkeppni KKÍ. Hæst ber til tíðinda að Grindvíkingar munu fá Keflvíkinga í heimsókn karlamegin. Njarðvíkingar fá heimaleik gegn Valsmönnum á meðan Reynismenn frá Sandgerði fá bikarmeistara Tindastóls í heimsókn. 

Við sama tilefni var kynnt nýtt nafn keppninnar en Geysir bílaleiga er nýr samstarfsaðili KKÍ og ber bikarkeppnin því nafnið Geysis-bikarinn næstu tvö árin. Geysir bílaleiga er fjölskyldufyrirtæki frá Keflavík sem á sögu sína að rekja aftur til ársins 1973. Geysir hefur starfað í núverandi mynd frá árinu 2003 og er Geysir í dag ein stærsta íslenska bílaleigan.

Public deli
Public deli

29 lið voru skráð til leiks í ár í bikarkeppni KKÍ í flokki meistaraflokka karla. Alls var dregið í 13 viðureignir hjá körlunum að þessu sinni (26 lið) og því þrjú lið sem sitja hjá og mynda sigurvegarar þessara fyrstu leikja ásamt þrem sem sitja hjá 16-liða úrslitin sem dregið verður í næst og þá verður einnig dregið í fyrstu umferða kvenna.

Viðureignirnar í 32-liða úrslitum karla í Geysisbikarnum eru eftirfarandi:

SNÆFELL-ÞÓR Þ.
GRUNDARFJÖRÐUR-ÍA   KV · Fjölnir
Höttur · Skallagrímur
Njarðvík · Valur
Vestri-b · Hamar
Reynir S. · Tindastóll
Álftanes · KR
Haukar-b · KR-b
Grindavík · Keflavík
Selfoss · Sindri
Þór Akureyri · Haukar
Stjarnan · Breiðablik

Liðin sem sitja hjá í fyrstu umferð:
· Vestri
· Njarðvík-b
· ÍR