Getur talað um Keflavík með sokk í kjaftinum
Þorkell Máni lætur spekinga heyra það
Þorkell Máni Pétursson aðstoðarþjálfari Keflvíkinga í Pepsi-deild karla átti skemmtilega innkomu í fréttatíma Stöðvar 2 í gær. Í viðtali við Guðjón Guðmundsson fór Máni á kostum og lét svokallaða spekinga óspart heyra það.
„Þetta er mannskapur sem ákveðnir knattspyrnuspekingar eru búnir að segja að sé lélegur mannskapur. Þessi mannskapur er svo langt frá því að vera lélegur. Hann spilar kannski ekki fyrir alla aurana sem eru í boði á höfuðborgarsvæðinu en þeir spila fyrir Keflavíkurhjartað og það er miklu betra að gera það,“ sagði Þorkell Máni um Keflavíkurliðið. Hann lét það ekki nægja heldur klæddi hann sig úr sokknum að sagði Guðjóni að skila honum til Tómasar Inga sem er einn af spekingunum í Pepsi mörkunum.
„Þú getur farið með þennan sokk til Tómasar Inga og sagt honum að troða honum upp í kjaftinn á sér. Hann getur talað næst um Keflavík með þennan sokk upp í kjaftinum á sér,“ saði Máni kokhraustur að lokum.
Hér má sjá viðtalið á Vísir.is.