Getraunir: Nýr hópleikur í Keflavík
Getraunir í K-húsi við Hringbraut á vegum Unglingaráðs Knattspyrnudeildar Keflavíkur verða framvegis aðeins opnar á föstudagskvöldum frá 20:00-22:00. Heitt kaffi á könnunni og aðstoð reyndra tippara stendur til boða þeim sem vilja prufa. Hvetjum nýja tippara til að koma, spá og spekúlera og ræða málin yfir kaffibolla. Nýr hópleikur er byrjaður og stendur yfir í 10 næstu vikur og átta bestu telja.
Unglingaráð Knattspyrnudeildar Keflavíkur.
Unglingaráð Knattspyrnudeildar Keflavíkur.