Get spilað flestar stöður fyrir utan markmanninn
- Una Margrét er fyrirliði U17 landsliðsins:
Una Margrét Einarsdóttir er fyrirliði U17 landsliðsins í fótbolta en hún spilar með 3. flokki RKV sem er sameiginlegt lið Reynis, Keflavíkur og Víðis. Einnig á hún að baki tíu leiki með meistaraflokki Keflavíkur. Una er fædd og uppalin í Garðinum og spilaði með Víði í Garði upp alla yngri flokka, þar til að hún skipti yfir í Keflavík í fyrravor. Hún hefur spilað sjö leiki með U17 landsliðinu en hún var að koma heim úr landsliðsferð frá Sviss.
„Það var rosalega gaman að fara út að spila með landsliðinu. Okkur gekk ekkert það vel, við erum mikið minni þjóð en hinar. Þetta var bara mjög góð reynsla,“ sagði Una Margrét.
Hvernig er sambandið á milli ykkar stelpnanna í landsliðinu?
„Við stelpurnar í landsliðinu erum nokkuð nánar, tölum mikið saman þegar það eru æfingar. Á milli leikja erum við mikið uppi á herbergi að slaka á og spjalla, við reynum að vera sem minnst á netinu. Svo fórum við líka að versla.“
En hvernig er að spila í meistaraflokki?
„Það er svolítið erfiðara að spila í meistaraflokki, en stelpurnar í liðinu eru æðislegar og aðstoða mig mikið. Ég læri líka mikið af því að spila með þeim og fá góða reynslu.“
Áttu þér einhver önnur áhugamál?
Ég hef verið í tónlistarskóla, þannig að ég myndi segja tónlist.
Hvað langar þig til að gera í framtíðinni?
Langar að vera kennari en það er bara svo illa borgað.
Hvaða stöðu spilarðu og hvaða stöðu finnst þér skemmtilegast að spila?
Get spilað flestar stöður fyrir utan mark, en finnst skemmtilegast að vera fremst á miðju.
Hver er besti skemmtikrafturinn í liðinu? (Keflavík)
Það koma margar til greina en Magga bingó vinnur þetta.
Hvenær vaknarðu á morgnana?
Vakna um hálfátta á virkum dögum en frekar mikið seinna um helgar, ef það er ekki leikur.
Ertu að vinna einhvers staðar?
Er bara í bæjarvinnunni.
Í hvaða framhaldsskóla ferðu í og hvað ætlarðu að læra?
Fer í FS og ég ætla á félagsfræðibraut.
Uppáhalds:
Bíómynd?
Fault In Our Stars situr í mér.
Þættir?
Eitthvað svona sakamála, Bones, The Mentalist og Rizzoli And Isles.
Matur?
Mexíkósk kjúklingasúpa.
Staður?
Rúmið mitt er minn staður.
Tónlistarmaður/Hljómsveit?
Á ekki beint uppáhalds, hlusta á allt mögulegt.
Fótboltamaður/kona?
Lionel Messi & Luis Suarez.