Gervigrasvöllur lagður við Gerðaskóla
Krakkar í Garðinum fá skemmtilega gjöf í sumar en sveitarfélagið ásamt KSÍ mun byggja gervigrasvöll við Gerðaskóla. KSÍ mun útvega gervigrasið en sveitarfélagið sér um aðra framkvæmd við völlinn. Sveitarfélagið Garður er eitt af þeim sveitarfélögum sem fékk úthlutun frá KSÍ á dögunum. Gert er ráð fyrir því að völlurinn verði tilbúinn í sumar og þessvegna skemmtileg nýjung fyrir hressa og áhugasama krakka um knattspyrnu í Garðinum. Fjórir gervigrasvellir eru á Suðurnesjum og eru þeir allir í Reykjanesbæ, vellirnir eru mikið notaðir og nánast ómögulegt að komast að í knattspyrnu á sólríkum degi á einum af þessum gervigrasvöllum sökum vinsælda vallanna.