Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Gerir það gott í Finnlandi
Föstudagur 13. október 2006 kl. 09:46

Gerir það gott í Finnlandi

Logi Gunnarsson fer vel af stað með sínu nýja liði ToPo í finnsku úrvalsdeildinni í köruknattleik. Logi setti niður 36 stig á miðvikudagskvöld þegar ToPo hafði betur gegn Tmpereen Pyrinto 94-82.

Alls hitti Logi úr 8 af 13 þriggja stiga skotum sínum og úr 12 af 20 skotum úti á velli. Með stigunum 36 tók Logi einnig 5 fráköst. ToPo hafa nú unnið 3 af 4 fyrstu leikjum sínum í deildinni en liðið hefur ekki enn tapað leik með Loga innanborðs.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024