Gerðu tveggja ára samning við Grindavík
Kvennalið Grindavíkur hefur gert nýja samninga við tvo leikmenn liðsins, þær Dagmar Þráinsdóttur og Þórkötlu Albertsdóttur. Báðar skrifuðu þær undir tveggja ára samninga við Grindavík sem tekur þátt í úrvalsdeildinni í sumar í stað GRV en Reynir og Víðir hafa dregið sig út úr því samstarfi.
Þórkatla hefur leikið með Grindavík nánast allan sinn feril. Hún hefur lítið leikið undanfarin þrjú ár þar sem hún var í barneignarfríi en er byrjuð að æfa af fullum krafti. Þórkatla náði að leika fjóra leiki í sumar. Hún er jafnframt þjálfari hjá 4. flokki stúlkna.
Dagmar var skráð í Reyni og skiptir því yfir í Grindavík. Dagmar sem er 19 ára lék 17 leiki með GRV í sumar og skoraði eitt mark og hefur tryggt sig í sessi sem einn af lykilmönnum liðsins.
Þar með hafa fimm lykilleikmenn skrifað undir samninga við liðið að undanförnu.