Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Gerðu tímamótasamning við Speedo
Formenn sunddeildanna ásamt fulltrúum Speedo.
Miðvikudagur 18. desember 2013 kl. 14:41

Gerðu tímamótasamning við Speedo

Formenn Sundráðs ÍRB, Sunddeildar Keflavikur og Sunddeildar UMFN skrifuðu fyrir skömmu undir samstarfssamning við Speedo á Íslandi um nýja búninga fyrir sundfólk í félögunum. Að sögn Fals Daðasonar, formanns Sunddeildar Keflavíkur, er þetta afar góður samningur og sóttust þau hjá Speedo eftir samstarfi vegna góðs gengis sunddeildanna á mótum og vildu styðja við frábært starf þeirra.

Falur segir að í gildi hafi verið lítill samningur við Speedo undanfarin ár með notkun á sundfötum og sundhettum en nýi samningurinn gangi meira út á alklæðnað sem veki meiri eftirtekt.

Hópurinn sem skrifaði undir samninginn voru þau Harpa Kristín Einarsdóttir, formaður Sunddeildar Njarðvíkur, Falur Daðason, formaður Sunddeildar Keflavíkur, Sigubjörg Róbertsdóttir formaður Sundráðs ÍRB og Dögg Ívarsdóttir og Tómas Torfason frá Speedo.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024