Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Gerða og Guðmundur hrósa sigri á klúbbmóti PS í Reykjavík
Föstudagur 26. ágúst 2005 kl. 11:39

Gerða og Guðmundur hrósa sigri á klúbbmóti PS í Reykjavík

Í gær fór Púttklúbbur Suðurnesja til Reykjavíkur í boði Golfklúbbs Reykjavíkur að Korpúlfsstaðarvelli, til að "vígja" nýjan púttvöll hjá þeim. Mættir voru 44 púttarar frá okkur og kepptu innbyrðis á tveim 18 holu völlum. Vellirnir voru mjög góðir, en öðru vísi en þeir sem PS-liðar eru vanir hér suðurfrá. Tók það púttara dálítin tíma að venjast, en sigurvegarar urður sem hér segir:

Konur:
1. sæti   Gerða Halldórsdóttir
2. sæti   María  Einarsdóttir
3. sæti   Sesselja Þorðardóttir
Bingóverðlaun hlaut svo  Regína Guðmundsdóttir með 3  bingó (aldrei unnist á færri höggum)

Karlar:
1. sæti   Guðmundur Ólafsson
2. sæti   Eiríkur Ólafsson
3. sæti   Þorkell Indriðason, sem einnig vann til Bingó verðlauna með 4 bingó.

Verðlaun sem og glæsilegar veitingar voru veittar af Golfklúbbnum. Verðlaunin afhenti Margeir Vilhjálmsson, og kann púttklúbburinn honum og GR miklar þakkir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024