Gera samning um rekstur íþróttavalla
Undirritaður hefur verið samningum milli Grindavíkurbæjar og Knattspyrnudeildar UMFG um rekstur íþróttavalla bæjarins. Jón Gíslason, Jóna Krístin Þorvaldsdóttir, Ólafur Örn Ólafsson og Ingvar Guðjónsson undirrituðu samkomulag þess efnis fyrir árið 2007 þar sem knattspyrnudeild tekur að sér allan rekstur á íþróttavöllum bæjarins ásamt umsjón með búningsaðstöðu og félagsaðstöðu. Grindavíkurbæ óskar knattpyrnudeild allra heilla í baráttu sinni við að enduheimta sæti í efstu deild í lok sumars.