Gera mikið úr brotthvarfi Guðmundar
Segir Jóhann B. Guðmundsson
Keflvíkingurinn Jóhann Birnir Guðmundsson vakti nokkra athygli með ummælum sínum í viðtali við fjölmiðla þar sem hann sakaði fjölmiðlamenn um að hafa ekki kynnt sér lið Keflvíkinga nægilega vel fyrir komandi tímabil. „Maður segir ýmislegt þegar maður er heitur og stundum getum maður orðað hlutina öðruvísi,“ sagði Jóhann þegar Víkurfréttir náðu tali af honum. Hann hefur það þó á tilfinningunni að raunin sé sú að einstakir fjölmiðlar myndi sér ákveðnar skoðanir og svo fylgi hinir í humátt. Fjölmiðlar hafa talað um miklar breytingar á Keflavíkurliðinu og mikið hefur verið gert úr því að Guðmundur Steinarsson yfirgaf herbúðir þeirra og gekk til liðs við Njarðvíkinga.
„Það virðast vera þeirra einu rök að Guðmundur hafi farið frá liðinu. Það er þannig í Keflavík að það kemur maður í manns stað en vissulega er erfitt að fylla hans skarð,“ segir Jóhann en að hans mati eru margir efnilegir leikmenn í hópnum sem nú fá tækifæri til þess að sanna sig.
Nánara viðtal við Jóhann í prentútgáfu Víkurfrétta á morgun.
Guðmundur Steinarsson leikur með Njarðvíkingum í sumar.