Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Mánudagur 15. júlí 2002 kl. 21:05

Gengur ekkert hjá liðinu sem spáð var meistaratitlinum

Grindvíkingar töpuðu í kvöld gegn KR á heimavelli, 0-1, í Símadeild karla í knattspyrnu. Það var Veigar Páll Gunnarsson sem skoraði mark KR-inga á 85. mínútu og er þetta því annar leikurinn í röð þar sem Grindvíkingar fá á sig mark á lokasprettinum.Grindvíkingar eru í 6. sæti deildarinnar með 12 stig eftir tíu umferðir og hvorki gengur né rekur hjá liðinu sem spáð var meistaratitlinum. Grindavíkurliðið er betur mannað í ár en áður og því verður að teljast nokkuð skrítið hve illa gengur hjá þeim. Liðið hefur fengið sterka leikmenn til liðs við sig, m.a. Eystein Hauksson og Gest Gylfason en það hefur ekki skilað sér, hvorki í betri knattspyrnu né úrslitum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024