Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Geirfuglarnir sigra enn
Mánudagur 19. júlí 2004 kl. 10:04

Geirfuglarnir sigra enn

Utandeildarknattspyrnulið Geirfuglanna frá Keflavík vann í gær góðan sigur á Áreitni, 5-2, eftir að hafa lent 2-0 undir í upphafi leiks. Geirfuglarnir halda sér enn í toppbaráttunni og virðast vera á góðu skriði þessa dagana. Eftirfarandi er umfjöllun um leikinn af heimasíðu liðsins.

Geirfuglar - Áreitni  5-2  (0-2)
 
Annar toppleikur átti sér stað í dag (sunnudag). Flestir Geirfuglarnir sem mættu höfðu verið í glasi daginn áður og skýrir það sennilega sigurinn.
 
Hin blindandi Laugardalssól og smá vindur buðu gesti velkomna og settu smá svip á leikinn. Fyrri hálfleikur var kaflaskiptur. Dabbi náði að koma sér í 4 dauðafæri en heppnin var ekki með honum. Undir lok hálfleiksins varð Stjána á mistök þegar hann lét stela frá sér boltanum inní teig og Áreitni komst yfir. Stuttu síðar komust þeir inní þversendingu frá Magga og staðan allt í einu orðin 0-2.
 
Í seinni hálfleik léku Geirfuglarnir með sólina og vindinn í bakið og rúlluðu yfir Áreitni.  Fyrsta mark fuglanna kom eftir að Dabbi hafði fengið stungusendingu inn fyrir og brotið var á honum inní teig. Palli steig kaldur á punktinn og setti hann inn (1-2). Eftir markið fengu Geirfuglarnir aftur trúna og Áreitni átti aldrei séns.  Annað markið kom eftir stungu Júlla á Dabba sem náði loksins að klára færi og létti þá á kallinum (2-2). Dabbinn var aftur svo á ferðinni þegar hann kom sér í færi sem markmaðurinn varði en hélt boltanum illa, með þeim afleiðingum að Dabbi náði að stela honum og setja hann með góðum vinstri fótar snúningi af endalínunni (3-2). Palli náði svo að stela bolta af varnarmanni sem ætlaði að skýla boltanum útaf og flækjufóturinn dansaði sinn dans með boltann inní teig þangað til að varnarmaðurinn hreinlega hreinsaði undan honum (skiljanlegt þar sem maður veit aldrei hvert fætur flækjufótsins fara næst). Palli þvertók fyrir að leyfa Dabba að reyna við þrennuna og tók spyrnuna sjálfur og hamraði honum mjög örugglega í vinstra hornið (4-2). Eftir eina hornspyrnuna ætlaði Hjalti svo að taka eina sircus clippingu eftir að boltinn var að fara yfir hann sem tókst ekki betur en hann lenti mjög illa á öxlinni (eftir að hafa rekist á samherja, held ég og hann spilaði ekki meir). Dabbi átti svo skalla til Heiðars nokkrum mín fyrir leikslok og Heiðar gerði sér lítið fyrir og vippaði fast (og mjög nett) yfir markmann Áreitnis sem stóð u.þ.b. meter frá línunni.
Og sanngjarn sigur Geirfuglanna var í höfn.
 
Dómari leiksins: stóð sig vel
Maður leiksins:  Dabbinn var með 2 stoðsendingar og 2 mörk, erfitt að toppa það
Mark leiksins: markið hans Heiðars var flott (aðeins betra en fyrra skotið hans)
Vítaskyttan:  Flækjufóturinn er, að ég held, komin með 9 í mörk í röð
Besti áhorfandinn:  Kærastan hans Heiðars er dugleg að mæta og yfirleitt sú eina
Að lokum þökkum við Magga fyrir að ná 3 leikjum með okkur í sumar og gangi honum aftur vel í Danaveldi

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024