Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Geirfuglar enda í öðru sæti eftir sigur
Þriðjudagur 7. september 2004 kl. 14:27

Geirfuglar enda í öðru sæti eftir sigur

Geirfuglar frá Keflavík enduðu í öðru sæti síns riðils í Reusch utandeildinni eftir 3-1 sigur á Nings á sunnudag. Þeir voru með jafnmörg stig og topplið Marshall en voru með tveimur mörkum lakara markahlutfall.

Geirfuglarnir komast því ekki í úrslitakeppni utandeildarinnar en með árangri sínum í sumar hafa þeir tryggt sér sæti í efri riðlum deildarinnar fyrir næsta sumar.

Hlynur Þór Valsson, formaður félagsins sagði í samtali við Víkurfréttir að hann væri mjög ánægður með gengið í sumar. „Andinn er mjög góður í liðinu og leikmenn hafa sýnt skemmtilegt viðhorf til innáskiptinga og annars. Nú er tímabilinu lokið hjá okkur en við munum halda áfram að æfa einu sinni í viku í vetur og verðum reiðubúnir fyrir næsta sumar.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024