Gefins miðar á leik Keflavíkur og Fylkis í Pepsi-deild karla
Á mánudaginn næstkomandi klukkan 18:00 fer fram leikur Keflavíkur og Fylkis í Pepsi-deild karla í knattspyrnu. Að því tilefni ætla þeir hjá Knattspyrnudeild Keflavíkur í samstarfi við Víkurfréttir að efna til leiks þar sem 25 heppnir aðdáendur geta unnið sér inn miða á völlinn.
Það eina sem þarf að gera til að komast í pottinn er að fara á facebook síðu Víkurfrétta og smella þar á like takkann. Dregið verður úr pottinum á föstudaginn og verður hægt að nálgast miðana á skrifstofu knattspyrnudeildar við Sunnubraut.
Hér er hlekkurinn á síðu Víkurfrétta.