Gautaborg lagði GAIS í Íslendingaslag
 Sænsku liðin IFK Gautaborg og GAIS mættust í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær þar sem Gautaborg fór með 1-0 sigur af hólmi í leiknum. Hjálmar Jónsson og Ragnar Sigurðsson léku allan leikinn hjá Gautaborg en Jóhann B. Guðmundsson lék allan leikinn fyrir GAIS á meðan Eyjólfi Héðinssyni var skipt út af í blálok leiksins í GAIS liðinu.
Sænsku liðin IFK Gautaborg og GAIS mættust í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær þar sem Gautaborg fór með 1-0 sigur af hólmi í leiknum. Hjálmar Jónsson og Ragnar Sigurðsson léku allan leikinn hjá Gautaborg en Jóhann B. Guðmundsson lék allan leikinn fyrir GAIS á meðan Eyjólfi Héðinssyni var skipt út af í blálok leiksins í GAIS liðinu.
Eftir leik gærkvöldsins er Gautaborg í 2. sæti deildarinnar með 14 stig en GAIS er í 11. sæti með 8 stig og hefur þeim nokkuð fatast flugið í deildinni eftir ágæta byrjun.
VF-mynd/ Jóhann í leik með GAIS fyrr á þessari leiktíð.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				