Gaui Skúla lætur rigna og setur 30
Óvæntustu úrslit bikarsins
Á sunnudaginn kemur fara fram 8-liða úrslit í bikarkeppni karla í körfubolta. Þrjú Suðurnesjalið eru ennþá með í baráttunni en þar af mætast tvo þeirra innbirgðis. Íslandsmeistarar síðustu tveggja ára, Grindvíkingar, taka á móti Njarðvíkingum í Röstinni í stórleik umferðarinnar, á meðan B-lið Keflvíkinga mætir ÍR-ingum á útivelli á þriðjudaginn kemur. Víkurfréttir hafði samband við nokkra valinkunna körfuboltasérfræðinga og fékk þá til þess að spá fyrir um úrslit leikjanna. Gunnar Stefánssson aðstoðarþjálfari karlaliðs Keflavíkur spáir í spilin að þessu sinni.
„Ég geri ráð fyrir hörkuleik á sunnudaginn. Alltaf flottir leikir milli þessara liða. Njarðvíkingar komnir með nýjan leikmann sem lítur mjög vel út. Stór og stæðilegur og þegar hann kemst í leikform verður hann og Njarðvíkurliðið illviðráðanlegt. Grindvíkingar unnu stóran sigur sl. fimmtudag gegn KR og koma fullir sjálfstrausts í þennan leik. Spái því að þessi leikur fari í framlengingu og jafnvel tvær. Þar sem Grindavík sló okkur Keflvíkinga út verð ég að spá þeim áfram, en það verður mjög tæpt. Held að Siggi Þorsteins muni eiga stórleik. Þeir tapa svo úrslitaleiknum gegn Keflavík-B, sem munu leika óaðfinnanlega í leiknum á þriðjudaginn og koma með óvæntustu úrslit bikarsins síðustu ár og leggja úrvalsdeildarlið ÍR! Gaui Skúla lætur það rigna og setur 30, allt úr þristum og Alli verður með tröllatvennu 20 stig og 20 fráköst. Sverrir verður með 15 stoðsendingar.“