Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Mánudagur 3. febrúar 2003 kl. 20:16

Garðbæingar stofna skákfélag í Grindavík

Föstudaginn, 7. febrúar kl. 20.00 verður haldinn stofnfundur Skákfélags Grindavíkur í Grunnskóla Grindavíkur. Það er Taflfélag Garðabæjar sem stofnar félagið og mun reka sem nokkurs konar dótturfélag í 3-5 ár. Eftir það er markmiðið að heimamenn taki við.Félagið verður rekið algjörlega sjálfstætt en undir stjórn Taflfélags Garðabæjar. Áherslan verður lögð á unglingastarfið og stefnt er að alþjóðlegum unglingamótum annað hvert ár. Taflfélag Garðabæjar gerir þetta með skákina almennt í huga en einnig teljum við hagsmuni þessa tveggja félaga renna saman á mörgum sviðum. Þess vegna mun mikið samstarf félaganna styrkja og efla hvort annað.

Fyrsta verkefni félagsins verður alþjóðlegt mót sem Taflfélag Garðabæjar og Skákfélag grindavíkur sjá um. Mótið verður haldið í Grindavík 4-9 mars. Þátt taka kvennalandslið Íslands, Frakklands (sem eru núverandi Evrópumeistarar) og Noregs auk sveitar frá Taflfélagi Garðabæjar. Í beinu framhaldi af þessu móti verður hraðskáksmót milli sömu liða í Bláa lóninu!
Það er von okkar að sjá sem flesta á stofnfundi félagsins.

f.h, undirbúningsnefndar Taflfélags Garðabæjar,
Jóhann H. Ragnarsson.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024