Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Fimmtudagur 30. september 1999 kl. 23:03

GARÐABÆR UPP - GARÐUR NIÐUR

Stjarnan sigraði Víði 2-1 síðasta laugardag og tryggðu sér þar með sæti í Landssímadeildinni að ári en Viðismenn féllu í 2. deild á markatölu. Guðjón Guðmundsson, sem tók við þjálfun Víðismanna af Magna Blöndal, seint á tímabilinu sagði hreinan klaufaskap ástæðu þess að liðið féll. „Liðið náði aðeins 7 stigum út úr allri seinni umferðinni. Annars var staðan í deildinni fyrir síðustu umferðina stórfurðuleg. Sex stiga munur var á liðinu í 2. sæti og liðinu í 9. sæti. Skallagrímsmenn voru í þeirri ótrúlega aðstöðu að geta bæði fallið og farið upp í úrvalsdeild.“
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024