Gamli gólfdúkurinn til sölu
Á næstu dögum verður gamli, slitni gólfdúkurinn í íþróttahúsinu við Sunnubraut rifinn upp svo hægt verði að hefjast handa við að undirbúa parketlagningu. Körfuknattleiksdeild Keflavíkur mun sjá um að rífa dúkinn upp og hafa þeir ákveðið að hafa búta úr gólfinu til sölu.Þannig er mál með vexti að fólk getur boðið pening í einhvern ákveðin gólfbút, t.d. við vítalínuna, og ef enginn annar bíður betur fær viðkomandi bútinn gegn því verði sem hann bauð.
Búast má við því að barist verði hart um þann hluta gólfsins er nafn Guðjóns Skúlasonar er ritað á og samkvæmt heimildum Víkurfrétta er sá bútur kominn upp í 55 þúsund kr.
Búast má við því að barist verði hart um þann hluta gólfsins er nafn Guðjóns Skúlasonar er ritað á og samkvæmt heimildum Víkurfrétta er sá bútur kominn upp í 55 þúsund kr.