Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Gamla myndin: Guðjón Skúlason
Fimmtudagur 7. júní 2007 kl. 12:14

Gamla myndin: Guðjón Skúlason

Þeir voru flottir á hækjunum í Keflavíkurliðinu og mesta furða að Keflvíkingar hafi getað haldið úti liði með svo marga menn meidda en Guðjón Skúlason segir að fjarvera þessara góðu manna hafi lítil áhrif haft á liðið. Myndin er tekin seint á síðustu öld að sögn Guðjóns en í allri umræðunni um parketvæðingu íþróttahúsa landsins er ekki úr vegi að spyrja Guðjón hvort þessi meiðsli hafi öll átt rætur sínar að rekja til gamla dúksins sem var í Sláturhúsinu frá ómunatíð.

 

Hvaða garpar eru þarna með þér á myndinni?

 

Þetta eru frá vinstri til hægri, Axel Nikulásson, Matti Ósvald Stefánsson, Ólafur Gottskálksson, ég og Gylfi Þorkelsson.

 

Við hvaða meiðsli áttuð þið allir að stríða?

 

Þetta voru mismundandi meiðsli, snúinn ökkli, hné meiðsli og annað. 

 

Hver tók myndina og hvenær?

 

Held að Siggi Valla (Sigurður Valgeirsson) hafi tekið myndina en er ekki viss, man ekki hvaða ár en þetta var seint á síðustu öld. 

 

Hver var síddin á þessum stuttbuxum?

 

Helst til of stuttar buxur en sýndu allt sem þurfti. 

 

Voru öll þessi meiðsl dúknum í Keflavíkurhúsinu að kenna?

 

Mig minnir að ég hafi slasað mig í bílslysi en ekki á gólfinu í Keflavíkurhúsinu, held að það hafi ekki verið til að bæta aðstæður.  

 

Hver er mest meiddur á myndinni?

 

Það þótti mjög mikið mál að svo margir úr sama liðinu voru meiddir á sama tíma en þetta háði okkur ekkert.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024