„Gaman að spila í bikarnum“
Síðasti leikur 16 liða úrslitanna í VISA bikarkeppninni í knattspyrnu fer fram í kvöld þegar Keflvíkingar mæta Leikni á Leiknisvelli kl. 19:15.
Keflvíkingar mega passa sig á 1. deildarliðunum í bikarkeppninni en HK sló Keflavík út úr keppninni í 16 liða úrslitum í fyrra.
„Við ætlum okkur sigur og þurfum að koma klárir í leikinn,“ sagði Magnús Þorsteinsson, leikmaður Keflavíkur, í samtali við Víkurfréttir. „Mikið álag hefur verið á liðinu að undanförnu og því verða allir að koma tilbúnir, það er lykilatriði að vinna leikinn í kvöld. Það er alltaf gaman að spila í bikarnum og við ætlum okkur lengra,“ sagði Magnús að lokum.
Leiknir-Keflavík
Fimmtudagur, 7. júlí kl. 19:15
Keflvíkingar mega passa sig á 1. deildarliðunum í bikarkeppninni en HK sló Keflavík út úr keppninni í 16 liða úrslitum í fyrra.
„Við ætlum okkur sigur og þurfum að koma klárir í leikinn,“ sagði Magnús Þorsteinsson, leikmaður Keflavíkur, í samtali við Víkurfréttir. „Mikið álag hefur verið á liðinu að undanförnu og því verða allir að koma tilbúnir, það er lykilatriði að vinna leikinn í kvöld. Það er alltaf gaman að spila í bikarnum og við ætlum okkur lengra,“ sagði Magnús að lokum.
Leiknir-Keflavík
Fimmtudagur, 7. júlí kl. 19:15