GAIS lyfti sér upp af botninum
Jóhann Guðmundsson og liðsfélagar hans í GAIS lyftu sér í gærkvöldi upp af botni sænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu með 2-1 sigri á Halmstadd. GAIS er nú í 12. sæti deildarinnar með 5 stig þegar fimm umferðum er lokið í Svíþjóð. Jóhann lék allan leiknn með GAIS en komst ekki á blað yfir markaskorara en átti engu að síður fínan dag.