Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Gagnrýnir heimsókn til að skoða kísilver í vinabænum Kristiansand
Margrét Þórarinsdóttir, bæjarfulltrúi Miðflokksins í Reykjanesbæ. VF-mynd/pket.
Föstudagur 15. febrúar 2019 kl. 06:00

Gagnrýnir heimsókn til að skoða kísilver í vinabænum Kristiansand

Margrét Þórarinsdóttir, bæjarfulltrúi Miðflokksins, gagnrýnir í bókun á síðasta bæjarstjórnarfundi þá hugmynd að senda átta starfsmenn Reykjanesbæjar í heimsókn til vinbæjarins Kristiansand í lok maí. Hugmyndin er að fræðast um hvernig ýmsum þáttum starfseminnar er háttað hjá Norðmönnunum en í vinabænum er m.a. stór iðnaðarhöfn með kísilverksmiðju.

Bæjaryfirvöld í vinabænum hafa tekið vel í erindið og í minnisblaði sem bæjarstjóri Reykjanesbæjar lagði fram vegna málsins kemur fram að í gegnum tíðina hafi oft verið rætt um að nýta þessi vinabæjartengsl betur til að læra hvert af öðru og yrði þetta liður í því.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þar kemur einnig fram að gera megi ráð fyrir að kostnaður við slíka ferð yrði um 250 þúsund krónur á mann eða um tvær milljónir króna í heildina.

„Það er hreint með ólíkindum að senda þurfi átta embættismenn bæjarins til þess að kynna sér þessi mál. Þetta er fjáraustur úr bæjarsjóði og vel væri hægt að koma kostnaðinum niður í 750.000 kr. færu einungis þrír aðilar. Sýna verður ráðdeild á öllum sviðum í rekstri bæjarins og eru utanferðir embættismanna og kjörinna fulltrúa einn partur af því. Minna má á að dagpeningar eru greiddir í svona ferðum og eru þeir skattfrjálsir og mál líta á þá sem kaupauka viðkomandi embættismanna,“ segir Margrét í bókun sinni um málið.