Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

„Gætu auðveldlega rúllað yfir okkur ef við mætum ekki tilbúnir“
Þorleifur Ólafsson
Fimmtudagur 10. nóvember 2016 kl. 14:20

„Gætu auðveldlega rúllað yfir okkur ef við mætum ekki tilbúnir“

-Þorleifur og Dupree um leiki kvöldsins

-Þorleifur og Dupree um leiki kvöldsins

Þorleifur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur sem mætir Njarðvík í Dominos deildinni í kvöld, líst ágætlega á leikinn en kveðst vera smá hræddur við það að vera að koma úr hörkuleik sem Grindavík vann en Njarðvík að koma til baka og rífa sig upp. „Við þurfum að mæta tilbúnir til að vinna þennan leik. Þeir eru með hörkulið og mjög góðar skyttur og gætu auðveldlega rúllað yfir okkur ef við mætum ekki tilbúnir. Þótt þeir séu í vandræðum með stóra menn þá eru þetta samt strákar sem kunna körfubolta mjög vel. Gengi þeirra upp á síðkastið hefur kannski ekki sýnt hvað þeir geta í raun og veru,“ sagði Þorleifur.

Reggie Dupree, leikmaður Keflavíkur segir sitt lið, sem mætir Skallagrími í Borgarnesi í kvöld, ætla að keyra á andstæðing sinn sóknarlega og láta þá hafa fyrir því að spila vörn. „Þeir leita mikið inn á sinn erlenda leikmann. Við munum reyna að trufla hann ásamt því að keyra á þá sóknarlega. Láta þá þurfa að hafa fyrir hlutunum í vörninni. Þeir vilja skora fyrst og þeim líkar ekki þegar keyrt er á þá til baka. Svo við munum reyna að gera það,“ sagði Reggie í samtali við Víkurfréttir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024