Gæti slegið markametið í efstu deild
-Andri Rúnar hefur verið sjóðheitur í sumar
Leikmaður Grindavíkur Andri Rúnar Bjarnason á góða möguleika á því að jafna markametið í efstu deild karla í knattspyrnu en hann vantar einungis fimm mörk uppá núverandi markamet þegar sex leikir eru eftir.
Andri Rúnar skoraði tvö mörk í síðasta leik Grindvíkinga á heimavelli gegn Skagamönnum og þar með sitt fjórtánda mark en skotskórinn hans hefur verið sjóðheitur með Grindvíkingum í sumar.
Grindvíkingar eiga leik við Valsmenn í Reykjavík í kvöld kl 19:15.