Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Gæfan ekki hliðholl Njarðvíkingum
Laugardagur 19. júní 2010 kl. 12:07

Gæfan ekki hliðholl Njarðvíkingum


Njarðvikingar mættu Skagamönnum í gærkvöldi í 1.deild karla í knattspyrnu og máttu þola tap, 1-0. Leikurin fór fram á Akranesi. Eftir fyrstu sjö umferðir deildarinnar er Njarvík á botni deildarinnar með fjögur stig með einn unnin leik og eitt jafntefli.

Skagamenn byrjuðu leikinn af miklum krafti en Njarðvikingar náðu að verjast vel og var mikil barátta í leik beggja liða. Ekkert mark hafði verið skorað þegar flautað var til leikhlés.

Það var síðan á 53. mínútu sem dró til tíðinda þegar Arnar Már Guðjónsson setti boltann í netið hjá Njarðvíkingum sem góðu skoti.
Eftir markið komu Njarðvikingar meira og meira inní leikinn, áttu nokkur góð upphlaup og tvær sóknir liðsins undir blálokin voru nærri því að skila þeim marki. Gæfan var þeim hins vegar ekki hliðholl í þetta skiptið.

Staðan í deildinni er þessi, samkvæmt töflu KSÍ:




Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024